Vidubiology býður upp á skemmtilegar og gagnlegar hugmyndir að því hvernig nýta má myndvinnslu til að styðja við líffræðinámið. Í verkefnunum eru gefin dæmi um þemu sem hægt er að vinna með og henta markmiðum aðalnámskrár. Með vidubiology verkefnunum er lagt upp úr því að efla og kveikja áhuga á náminu þar sem nemendur vinna með gagnlega margmiðlunartækni um leið og þeir læra um tiltekin líffræðileg fyrirbæri.
Vidubiology verkefnið er Erasmus plús verkefni sem er stutt af Evrópusambandinu með það fyrir augum að efla kennslu og áhuga nemenda (ca. 10-14 ára) í líffræði og öðrum náttúruvísindafögum. Inngangur að verkefninu, verkefnablöð og leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur er að finna á efnisyfirlits síðunni (content page). Ýmsar útkomur verkefna er að finna á YouTube rásinni okkar og Flickr myndasíðunni okkar.